BATESON 35MD

35MD kerran frá BATESON er sérstaklega hönnuð til þess að bera mini gröfur upp að 2,8 tonni. Hún er smíðuð á sérstyrkta grind úr galvaniseruðu stáli. Brettin eru sterk og hægt að standa á þeim. Langt dráttarbeislið er hannað á þann hátt að bóma gröfunnar getur hvílt á því án þess að vera of nálægt dráttarbílnum.

Rampurinn að aftan er búinn gas-dempurum svo auðveldara sé að lyfta honum og hann skelli síður niður. Rampurinn er langur með lítið hleðsluhorn þannig að kerran hentar einnig til flutning á alls kyns tækjum svo sem völturum, lyftum og ýmsu öðru. Kerran er búin 4 augum sem hægt er að festa strappa í.

Tæknilýsing

Eiginþyngd710 kg.
Burðargeta2.790 kg.
Utanmál (LxB)4,86 x 2,16 (m)
Innamán (LxB)3,03 x 1,68 (m)
Dekkjastærð190 - 50 x 13
Hæð dráttarkúlu450 mm

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
SKU: BA35MD Category: