Dalen 3025 Fjölplógur
- Vel smíðaður og öflugugur fjölplógur
- Innbyggð velti- og flotvirkni
- Sem falbúnað er hægt að fá hann með tilti
- Einstök afköst í skröpun
- Vinnslubreidd 250 – 320 cm
3025 Fjölplógurinn frá DALEN er einstaklega öflugur og massívur og hentar vel í snjóruðning á vegum, slóðum og opnum svæðum. Vinnslubreiddin er stillt stiglaust (250 – 320 cm) Og hægt er að stilla hægra og vinstra skerablaðið óðháð hvort öðru. Einnig er hægt að færa bæði blöðin samtímis.
DALEN 3025 fjölplóginn er hægt að fá með ýmsum festimöguleikum, t.d. 3tengi á dráttarvélar en einngig eru í boði festiplötur fyrir hjólaskóflur og fleiri tæki. Plógurinn er með inngyggða velti- og flotvirkni sem tryggir að hann fylgir planinu vel eftir.
Sem valbúnað er hægt að fá tilt á DALEN 3025 fjölplóginn. Það hentar einstaklega vel t.d. ef verið er að ryðja af gangstéttum og annað hjólið er á malbikinu en hitt á gangstéttinni. Þá er hægt að rétta tönnina af þ.a. hún fylgi plani gangstéttarinnar.
Lagerstaða
Tæknilýsing
Breidd í spíss | 2.500 mm - 2.600 mm |
---|---|
Breidd í V | 2.550 mm |
Hæð | 1.120 mm |
Þyngd | 1.250 kg |
Tilt (Valbúnaður) | +/- 10° |