Dragtengd ávinnsluherfi
Ávinnsluherfin okkar eru sérsmíðuð fyrir okkur til þess að falla sem best að íslenskum aðstæðum.
Herfin eru mottur sem fléttaðar eru saman úr ferningslaga hlekkjum (10 cm x 10 cm). Engir gaddar eru á herfinu þar sem íslenskur svörður er yfirleitt og mjúkur fyrir slíkt. Ávinnsluherfin okkar gera einmitt það sem ætlast er til af þeim, dreifa úr taði og jafna smávægilegar ójöfnur.
Tæknilýsing
Gerð | 360 | 420 | 480 |
---|---|---|---|
Breidd | 3,6 m | 4,2 m | 4,8 m |
Lengd | 2,3 m | 2,3 m | 2,3 m |
Þygd | 141 kg | 166 kg | 207 kg |