Joskin Pendislide Pro dreifibóma
Pendislide Pro dreifibóman er með dragskóm sem eru til þess gerðir að "greiða" mykjuna betur ofan í svörðinn og þar með vernda plönturnar og minka líkur á mengun ífóðri.
Hún kemur í vinnslubreiddunum 12, 13.5, 15 eða 18 metrum með 25 cm bili milli slanga. Þrátt fyrir mikla vinnslubreidd tryggir hönnun rammans með veltipunkt í festiramma og í samvinnu við landhjólin að slöngurnar með dragskónum haldist niðri við jörðu og skili mykjuni beint í svörðinn þrátt fyrir ójafnt landslag.
þökk sé slitsterku meiðunum undir skónum gerir hún rákir í gróðursvörðin sem skórnir setja svo mykju í til að koma henni sem nærst rótum plantnana án þess að menga gróðurinn.
Pendislide Pro þarf ekki hefðbundnar fjagra punkta lyftur til að festast aftan á flesta tanka, í flestum tilvikum er fastur rammi nóg.
Hún er útbúin með tveimur lóðréttum hjámiðju söxunar-deilum með steinagildrum, vökva samanbrjótanleg með lekavörn og flutningslásum.
Pendislide Pro er fáanleg með section control (hlutaskipt vinnslubreidd) annað hvort handstýrðum lokum eða loftblöðru-lokum, fyrir enn meiri nákvæmni er hægt að fá Section control stýrt af ISOBUS með GPS sem getur lokað fyrir hluta bómunar sem fara yfir svæði sem þegar eru yfirfarin.
Tæknilýsing
Módel | Vinnslubreidd | Fjöldi slanga | Bil milli slanga | Þyngd frá |
---|---|---|---|---|
120/48PS2 | 12 m. | 48 stk | 25 cm | 2060 kg |
135/54PS2 | 13,5 m. | 54 stk | 25 cm | 2200 kg |
150/60PS2 | 15 m. | 60 stk | 25 cm | 2300 kg |
180/72PS2 | 18 m. | 72 stk | 25 cm | 2500 kg |