Kubota M6002

Í M6002 línunni frá KUBOTA eru dráttarvélar í þremur stærðum 122 hö, 133 hö og 143 hö. Allar vélar eru svo með 20 hestafla aflauka sem kemur inn í keyrslu.

M6002 línan frá KUBOTA er eins og sniðin fyrir íslenskan landbúnað. Öflug vél með öflugu vökvakerfi, rúmgóðu fjaðrandi húsi og fjaðrandi framhásingu. Gírskiptingin er sjálfskipt þ.a. þægindin eru alls staðar í fyrirrúmi.

Mótor

Mótorinn í M6002 línunni er KUBOTA V6108 TIER V. 4 cylindra, 6,1 lítra diesel mótor með forþjöppu og millikæli. 4 ventlar á hverjum cylinder. Rúmtaksmikill mótor með rúmtak á við 6 cylindra vél. V6108 Tier V mótorinn uppfyllir alla helstu mengunarvarnastaðla og nær því með DPF sótkornasíu og AdBlue innspýtikerfi í afgasið.

Gírskipting

M6002 línan er búin rafskiptingu með 8 kúplingsfríum milligírum og 3 drifum H/M/L. Samtals 24 gírum áfram og 24 gírum afturábak. Gírkassinn er alsjálfskiptur á milligírum og en að sjálfsögðu er hægt að skipta líka handvirkt. Eins er hann rafskiptur á milli drifa. Sem valbúnað er hægt að fá skriðgír sem fjölgar þá gírunum í 32 áfram og 32 afturábak ásamt því að lækka lægsta hraða niður í 0,2 km/klst við 2000 sn/mín. Kúplingsfrír vendigírinn er mjúkur en hægt er að stilla viðbragðshraða hans. Eins er M6002 vélin búin svokallaðri bremsukúplingu (express restart) sem gerir það að verkum að óþarfi er að stíga á kúplingspedalann þegar nema þarf staðar. Nóg að þrýsta á hemlafetil og þá kúplar traktorinn sjálfkrafa. Þegar stigð er af hemlafetli kúplast sjálfkrafa inn aftur í réttum gír.

Vökvakerfi
Vökvadælan í KUBOTA M6002 línunni er álagstýrð (LS) og afkastar 115 l/min sem gerir vélina einstaklega skemmtilega í allri ámoksturstækjavinnu. Sem valbúnað er hægt að fá LS tengi (Power Beyond) að aftan sem henta vel t.d. við rúllusamstæðu. Þá kallar rúllusamstæðan eftir vökvaflæði þegar hún þarf á því að halda.
Vélin er búin 3 mekanískum vökvaúrtökum með stillanlegu flæði og sem valbúnað er hægt að fá það fjórða.

Tengibúnaður
Þrítengibeislið að aftan er rafstýrt og lyftir 7.000 kg. Á því eru opnir CAT III beislisendar. Dráttarkrókurinn er lyftutengdur og útskótanlegur (Dromone krókur) og honum fylgja bæði krókur og kjammi.
Sem valbúnað er hægt að fá frambeisli og framaflúrtkak sem gera vélina mun fjölhæfari og afkastameiri t.d. við slátt og snjómokstur.

Ökumannshús
Ökumannshúsið á KUBOTA M6002 seriunni er fjaðrandi og með því stærsta og bjartasta á markaðnum í þessum stærðarflokki véla. Nægt höfuðrými og vítt til allra átta. Vélin er búin loftpúðafjaðrandi GRAMMER sæti og bólstruðu farðþegasæti með nægu fótaplássi. Öflug miðstöð með loftkælingu og nóg af útblástursstútum. Á hægri hönd ökumanns er armhvíla með öllum helstu stjórntækjum og gírskiptihnúð. Vendigírsrofinn er svo staðstettur vinstra megin við stýrishjól en einnig er hægt að stýra vendigír með gírhnúð.

Tækni og valbúnaður
Sem valbúnað er hægt að fá 7" ISOBUS skjá ásamt ISOBUS innstungu að aftan sem eykur notkunarmöguleika vélarinnar til muna. Skjáinn er hægt að nota sem stjórnskjá ISOBUS tækja sem tengd eru við dráttarvélina, hann er einnig hægt að nota sem skjá fyrir myndavél eða bakkmyndavél. Skjárinn býður einnig uppá einfaldara viðmót við stillingar á hinum ýmsa búnaði vélarinnar.

Tæknilýsing

TýpaM6122M6132M6142
Mótor4 cylindra, 6,1 L Kubota mótor4 cylindra, 6,1 L Kubota mótor4 cylindra, 6,1 L Kubota mótor
Hámarks afl (97/68/EC)123 hö133 hö143 hö
Hámarksafl með aflauka (boosti)143 hö153 hö163 hö
Stærð hráolíu / Ad Blue tanks (L)230 / 20230 / 20230 / 20
GírskiptingRafskipt með sjálfskiptinguRafskipt með sjálfskiptinguRafskipt með sjálfskiptingu
Fjöldi gíra (rafskipting)24 áfram / 24 aftur24 áfram / 24 aftur24 áfram / 24 aftur
Fjöldi gíra með skriðgír (val)32 áfram / 32 aftur32 áfram / 32 aftur32 áfram / 32 aftur
Hámarkshraði40 km/klst40 km/klst40 km/klst
Stærð vökvadælu115 l/min LS115 l/min LS115 l/min LS
Fjöldi vökvaúrtaka (Standard útfærsla)3 (4 val) mekanísk3 (4 val) mekanísk3 (4 val) me
Beislisbúnaður að aftanRafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT III
Lyftigeta að aftan7.000 kg7.000 kg7.000 kg
Aflúrtakshraðar540/540E/1000/1000E540/540E/1000/1000E540/540E/1000/1000E
Lyftigeta frambeislis (val)3.260 kg.3.260 kg.3.260 kg.
Aflúrtakshraði að framan (val)100010001000
Dekkjastærð (staðalbúnaður)480/65R24 & 600/65R38480/65R24 & 600/65R38480/65R24 & 600/65R38
Dekkjastærð (val)480/65R24 & 650/60R38480/65R24 & 650/60R38480/65R24 & 650/60R38
Lengd / Hæð / Breidd (mm)4.590 / 2.890 / 2.5004.590 / 2.890 / 2.5004.590 / 2.890 / 2.500
Þyngd (Kg)6.0006.0006.000
------------...
ÁmoksturstækiLK2100MLK2100HLK2200M
Lyftigeta (kg)2.400 niðri annars 2.2002.400 niðri annars 2.2002.400 niðri annars 2.200
Lyftihæð (m)4,004,004,15
BúnaðurEuro rammi, 3ja svið og dempariEuro rammi, 3ja svið og dempariEuro rammi, 3ja svið og dempari
Vökvahraðtengi
Hraðtengi á 3.ja sviðValValVal

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
SKU: KUM6002 Category: