Stæðujöfnunartromlur
Við stæðugerð er mikilvægt að dreifingin sé jöfn og einsleit. Skemmdir eiga sér yfirleitt stað við enda eða jaðra vegna ónógrar þjöppunar. Með SiloFox dreifitromlunum er hægt að dreifa hratt og örugglega úr fóðrinu sem tryggir jafna og einsleita verkun og þar með fóðurgæðin.
Helstu kostir SiloFox dreifitromlanna eru
- Hröð og góð dreifing
- Sem leiðir af sér meiri tíma til þjöppunar
- Enginn biðtími við stæuðgerðina
- Hægt að beygja tromlunni frá köntum (aukabúnaður)
- Mikið úrval aukabúnaðar.
Sem aukabúnað er hægt að fá vökvatjakka sem beygja tromlunni til hægri eða vinstri og auka þar með dreifimöguleikana.
Allar SiloFox tromlurnar er hægt að fylla með vatni. Með því að þyngja tromluna fæst betri þjöppun og þar með betri verkun og betri fóðurgæði.
SiloFox stæðujöfnunartromlurnar frá MAMMUT koma í 4 grunnútfærslum
- Classic – 104 cm tromla, vbr. 175 – 215 cm
- Titan – 115 cm tromla, vbr. 205 – 245 cm
- Gigant – 128 cm tromla, vbr. 230 cm – 280 cm
- Koloss – 148 cm tromla, vbr. 260 cm – 290 cm
Tæknilýsing
Módel | Þvermál | Breidd | Þyngd (með vatni) | Aflþörf | Vinnslubreidd |
---|---|---|---|---|---|
SF 175 Classic | 1.040 mm | 1.730 mm | 460 kg (810 kg) | 60 hö | 2.500 mm |
SF 195 Classic | 1.040 mm | 1.930 mm | 480 kg (830 kg) | 60 hö | 2.650 mm |
SF 215 Classic | 1.040 mm | 2.130 mm | 530 kg (880 kg) | 70 hö | 2.850 mm |
SF 205 Titan | 1.150 mm | 2.050 mm | 690 kg (1.140 kg) | 80 hö | 2.700 mm |
SF 245 Titan | 1.150 mm | 2.450 mm | 790 kg (1.240 kg) | 90 hö | 3.100 mm |
SF 230 Gigant | 1.280 mm | 2.300 mm | 990 kg (1.990 kg) | 100 hö | 3.000 mm |
SF 280 Gigant | 1.280 mm | 2.800 mm | 1.040 kg (2.040 kg) | 120 hö | 3.500 mm |
SF 260 Koloss | 1.480 mm | 2.600 mm | 1.400 kg (2.400 kg) | 140 hö | 3.400 mm |
SF 290 Koloss | 1.480 mm | 2.900 mm | 1.530 kg (2.530 kg) | 160 hö | 3.700 mm |