ZA-M Tölvustýrðir áburðardreifarar

ZA-M dreifararnir eru afar fullkomnir og afkastamiklir áburðardreifar frá AMAZONE. Þessir dreifarar eru með tölvustýrðum stjórnbúnaði sem sér um að skammta áburðinn miðað við aksturshraða hverju sinni. Með þessum búnaði næst nákvæmari dreifing áburðarins.

Skífurnar og allur dreifibúnaðurinn í AMAZONE ZA-M dreifrunum er úr ryðfríu stáli. Skífurnar eru einstaklega nákvæmar og einfaldar í notkun. Auðvelt er að stilla vinnslubreidd þeirra með kvarðanum á kanti skífunnar

Tveir spíralar sem snúast á hægum hraða (196 snún/mín) í botni dreifarans tryggja að áburður dreifist varlega og jafnt í gengum opið á dreifaranum ofan á skífurnar.

Vökva opnun / lokun á hvora skífu og stærð opsins er tölvustýrt svo dreifninni er alltaf stýrt í samræmi við ökuhraða og því alltaf besta nýtingin á áburði.

Kögglasía sem auðvelt er að taka úr og hreinsa er staðalbúnaður á AMAZONE ZA-M áburðardreifurunum.

Jaðarbúnaðurinn (aukabúnaður) sparar áburð og eykur nákvæmni við dreifingu á jöðrum túna. Settur á / tekinn af með vökvatjakk.

Tæknilýsing

MódelZA-M 1002ZA-M 1202ZA-M 1502
Rýmd (l)1.2001.2001.500
Burðargeta (kg)1.8003.1003.100
Vinnslubreidd (m)10 - 3610 - 3610 - 36
Áfyllihæð án upphækkunar (cm)107107114
Áfyllibreidd (cm)215215215
Eiginþyngd (kg)309319332
Aflúrtakshraði (sn/min)540540540

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
SKU: AZZAM Category: