DEUTZ FAHR 6 RC-shift Serían

Landbúnaður mun alltaf vera fjölbreyttur. Sérhvert bú er einstakt og hefur sína eigin leið að velgengni. En öll bú hafa eitt sameiginlegt, þau verða að hafa réttu tækin fyrir þau verkefni sem tekist er á við. DEUTZ-FAHR hefur þróað nýju 6 RC-shift seríuna til þess að geta mætt þörfum sem flestar. Hún samanstendur af 8 módelum í stærðarflokknum frá 161 ha og upp í 230 hö. Í 6 seríunni eru 4 og 6 cylindra mótorar í boði. Að lokum er svo hægt að velja um mismunandi útfærslu á ökumannshúsinu, vinnuaðstöðunni þar sem mestum tíma er varið. Með nýju 6 RC-shift seríunni hefur DEUTZ-FHAR gengið lengra en nokkru sinni fyrr í að mæta þörfum allra með ótrúlegum fjölda af valbúnaði.

Undir húddinu á dráttarvélum í 6 RC-shift seriunni má finna 6.1 og 4.1 lítra DEUTZ mótora sem uppfylla StageV mengunarvarnarstaðalinn. Annálaðir fyrir sparneytni og rekstraröryggi og nú sem fyrr hljóðlátir og skila aflinu vel. Þökk sé nýjum framleiðsluferlum og gæðaeftirliti er nú búið að lengja tímabilið milli olíuskipta upp í 1.000 vinnustundir (eða 2 ár)

RC-shift er rafstýrð gírskipting sem sér um að kúpla og skipta um gíra án þess að hreyfa þurfi við gírstöng eða kúplingspedala. Hún er í grunninn 5 gírar með 6 milligíra og svo skirðgír og í heildina gera þetta 54 hraðaþrep áfram og 27 afturábak. RC-Shift skiptinguna má nota á þrennan hátt.

Handskipt – allar skiptingar framkvæmdar af ökumanni.

Hálfsjálfskipt – Sjálfskipting á milligírum en ekki aðalgírum.

Sjálfskipt – Sjálfskipting á aðal og milligírum.

RC-Shift skiptingin er hönnuð þannig að 50 km/klst hámarkshraða er náð í 2 efstu þrepunum. Í efsta þrepi við lágan snúning til þess að auka sparneytni og svo í næst efsta þrepi við hærri snúning til þess að halda aflinu á háum hraða.

Sama til hvers er litið, þá er hvergi slegið af í búnaði, þægindum og gæðum í nýju 6 RC-shift línunni. Öflugt Load Sensing vökvakerfi með PowerBeyond LS tengjum. Öflug lyftigeta á þrítengibeisli, fjögurra hraða aflúrtak, rúmgott og þægilegt ökumannshús. Mjúk og þæginleg fjöðrun á hásingu sem og húsi. Öflug miðstöð með loftkælingu og síðast en ekki síst hljóðeinangrun í húsinu.

DEUTZ-FAHR leggur mikla áherslu á að fylgja þeim hröðu breytingum sem nú eiga sér stað í landbúnaði á sviði snjalltækni og tengimöguleika. Sem dæmi má nefna ISOBUS tengki og skjái, ásamt GPS búnaði og sjálfstýringar. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum um hvað DEUTZ-FAHR getur boðið þér upp á.

Tæknilýsing

Minni stærðir (stærri hér að neðan)6160.46170.4616061706180
MótorDeutz TCD 4.1 - 4 cyl, 4 lítraDeutz TCD 4.1 - 4 cyl, 4 lítraDeutz TCD 6.1 - 6 cyl, 6 lítraDeutz TCD 6.1 - 6 cyl, 6 lítraDeutz TCD 6.1 - 6 cyl, 6 lítra
Hámarksafl (ECE R120)161 ha171 ha161 ha171 ha.181 ha.
Hámarksafl með aflauka (boosti)171 haEkki Boost171 haEkki Boost192 hö
Stærð hráolíu tanks / Ad Blue tanks (L)300 / 21300 / 21350 / 29350 / 29350 / 29
GírskiptingRC-Shift rafskiptingRC-Shift rafskiptingRC-Shift rafskiptingRC-Shift rafskiptingRC-Shift rafskipting
Fjöldi gíra54 áfram / 27 aftur54 áfram / 27 aftur54 áfram / 27 aftur54 áfram / 27 aftur54 áfram / 27 aftur
Stærð vökvadælu (Staðalbúnaður / Val)84 l/min / 160 l/min84 l/min / 160 l/min84 l/min / 160 l/min84 l/min / 160 l/min84 l/min / 160 l/min
Fjöldi vökvaúrtaka4 (5 valbúnaður)4 (5 valbúnaður)4 (5 valbúnaður)4 (5 valbúnaður)4 (5 valbúnaður)
Power Beyond LS tengiVal (verður að vera LS Dæla)Val (verður að vera LS Dæla)Val (verður að vera LS Dæla)Val (verður að vera LS Dæla)Val (verður að vera LS Dæla)
Beislisbúnaður að aftanRafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT III
Lyftigeta að aftan6.200 kg (9.700 kg val)6.200 kg (9.700 kg val)6.200 kg (9.700 kg val)6.200 kg (9.700 kg val)6.200 kg (9.700 kg val)
Lyftigeta frambúnaður (Val)3.800 kg3.800 kg3.800 kg3.800 kg5.450 kg
Dekkjastærð (stærstu dekk)600/60R28 og 710/60R38600/60R28 og 710/60R38600/60R28 og 710/60R38600/60R28 og 710/60R38600/60R30 og 710/60R42
DEUTZ-FAHRDEUTZ-FAHRDEUTZ-FAHRDEUTZ-FAHRDEUTZ-FAHRDEUTZ-FAHR
Stærri stærðir (2)619062106230
Mótor (2)Deutz TCD 6.1 - 6 cyl, 6 lítraDeutz TCD 6.1 - 6 cyl, 6 lítraDeutz TCD 6.1 - 6 cyl, 6 lítra
Hámarksafl (ECE R120) (2)192 hö216 hö217 hö
Hámarksafl með aflauka (boosti) (2)Ekki BoostEkki Boost230 hö
Stærð hráolíu tanks / Ad Blue tanks (L) (2)350 / 29410 / 29410 / 29
Gírskipting (2)RC-Shift rafskiptingRC-Shift rafskiptingRC-Shift rafskipting
Fjöldi gíra (2)54 áfram / 27 aftur54 áfram / 27 aftur54 áfram / 27 aftur
Stærð vökvadælu (Staðalbúnaður / Val) (2)120 l/min / 160 l/min120 l/min / 160 l/min120 l/min / 160 l/min
Fjöldi vökvaúrtaka (2)4 (5 valbúnaður)4 (5 valbúnaður)4 (5 valbúnaður)
Power Beyond LS tengi (2)Val (verður að vera LS Dæla)Val (verður að vera LS Dæla)Val (verður að vera LS Dæla)
Beislisbúnaður að aftan (2)Rafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT IIIRafstýrt CAT III
Lyftigeta að aftan (2)6.200 kg (9.700 kg val)6.200 kg (9.700 kg val)6.200 kg (9.700 kg val)
Lyftigeta frambúnaður (Val) (2)5.450 kg5.450 kg5.450 kg
Dekkjastærð (stærstu dekk) (2)600/60R30 og 710/60R42600/60R30 og 710/60R42600/60R30 og 710/60R42

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
SKU: DZ6000 Category: