DM2000 Diskasláttuvélar Hliðhengdar
Diskasláttuvélarnar í DM2000 línunni eru hagkvæmasti kosturinn í sláttuvélum frá KUBOTA ef tekið er tillit til
kostnaðar á vinnslubreidd. Þetta eru léttbyggðar og einfaldar vélar, en öflugar og sterkar og verðið spillir ekki
fyrir. Þær eru fáanlegar í vinnslubreiddunum 2,40 m, 2,80 m og 3,20 m.
DM2000 sláttuvélarnar eru búnar sömu 3-hyrningslaga sláttudiskum og allar KUBOTA sláttuvélar sem tryggja meiri skörun milli hnífa, þéttari slátt og minnkar líkur á rákum.
Driflínan er öflug en einföld, reimdrif flytur aflið frá dráttarvélinni yfir á sláttubakkann. Öflug gormafjöðrunin virkar einnig sem strekkjari þar sem gormurinn togar reimskífurnar hvora frá annarri.
DM2000 sláttuvélarnar eru búnar sjálfvirku útsláttaröryggi á beisli. Vélin slær út og aftur lendi hún á fyrirstöðu, t.d. girðingarstaur. Einstaklega auðvelt er að stilla gormafjöðrunina.
DM2000 vélarnar fara lóðrétt upp í flutningsstöðu og liggur þyngdarmiðja þeirra nálægt dráttarvélinni í flutningsstöðu sem að tryggir þægilegri akstur milli túna en einnig er hægt að nota léttari og burðarminni dráttarvélar við sláttinn.
DM2000 vélarnar eru hliðhengdar, þ.e.a.s. liðurinn á þeim er við innri enda sláttubakkans. Einn stærsti kostur hliðhengdra véla er hversu vítt vinnsluhorn þær hafa. En DM2000 vélarnar geta slegið í +/- 35° halla frá láréttu.
Tæknilýsing
Módel | DM2024 | DM2028 | DM2032 |
---|---|---|---|
Vinnslubreidd | 2,4 m | 2,8 m | 3,2 m |
Fjöldi diska | 6 | 8 | 8 |
Þyngd | 583 kg | 609 kg | 643 kg |
Aflþörf | 45 hö | 50 hö | 55 hö |