DM4000 Framsláttuvélar
KUBOTA DM4000 framsláttuvélarnar þykja einstaklega skemmtilegar og fylgja landinu vel eftir, bæði upp og niður og til hliðanna. Þær eru til í vinnslubreiddunum 2,8 m og 3,2 m. Paraðar við sláttuvél úr DM3000 línunni má ná allt að 6,8 m sláttubreidd.
DM4000 framsláttuvélarnar eru "dregnar" þ.a. fasti punkturinn er að framan og fjöðrunin fyrir aftan. Henni er lyft í flutningsstöðu með innbyggðum vökvatjakki þ.a. framlyftan er ávallt höfð í sömu hæð. Hún fjaðrar vel um miðju sína með gormafjöðrun og slaglengdin er rífleg, ca. 17° til hliðanna og aðlögun að hæðarmismun er allt að 430 mm upp í mót og 210 mm
niður í mót. Þeir sem hafa keypt af okkur KUBOTA framsláttuvélarnar láta vel af þeim, tala um að þær fylgi landinu mjög vel eftir og tala sérstaklega um hversu léttbyggðar þær eru.
DM4032s útfærslan hefur það framyfir hinar vélarnar í DM4000 línunni að það er hægt að hún er búin sniglum sem draga sláttumúgann saman. Fyrir sniglunum eru hlífar sem hægt er að fjarlægja til þess að stilla hversu breiður sláttumúginn verður.
Lagerstaða
Tæknilýsing
Model | DM4028 | DM4032 | DM4032s |
---|---|---|---|
Vinnslubreidd | 2,8 m | 3,2 m | 3,2 m |
Fjöldi diska | 8 | 8 | 8 |
Þyngd | 670 kg | 691 kg | 855 |
Aflþörf | 50 hö | 55 hö | 60 hö |