Joskin Pendislide Basic dreifibóma

Pendislide Basic er dreifibóma með dragskóm sem eru til þess gerðir að "greiða" mykjuna betur ofan í svörðinn og þar með vernda plönturnar og minka líkur á mengun í fóðri.

Hún kemur í vinnslubreiddinni 6 og 7,5 metrar. Með 25 cm bili milli stúta.

Basic bóman er smíðuð úr hágæða sterku stáli, hönnuð til að vera létt viðbót aftan á tankinn og heitgalvanseruð til að lengja líftímann.

Hún er hönnuð til að festast beint aftan á venjulegt 600 mm. Mannop aftan á tönkum hvort sem það eru tankar frá Joskin eða öðrum,

hún er einnig fánleg með festingum fyrir lyftubeisli aftan á tönkum eða aðrar sérsmíðaðar lausnir.

Með þessu móti hentar hún bæði á gamla tanka jafnt sem nýja.

Basic bóman er útbúin sérstæðri vökvakistu með stjórnboxi inn í vél sem er annaðhvort tengd við venjulega tvívirka vökvasneið eða Loade sensing kerfi

og því auðvelt að tengja hana aftan á hvaða tank sem er, eina sem þarf er rafmagn, Power slöngu, return slöngu og LS slöngu ef það er möguleiki.

Pendislide Basic dreifibóman kemur því tilbúin með öllum þeim kerfum sem hún þarf til að starfa eðlilega bæði með LS vökvakerfum og venjulegum (open or closed circuit).

bóman er útbúin með lóðréttum hjámiðju-söxunardeili með stillanlegu flæði og steinagildru, sem sér um að tryggja jafnt og óhindrað flæði mykju í allar slöngurnar.

Einnig er hægt að fá bómurnar útbúnar með venjulegum dreifistút framhjá slöngunum til að dreifa þykkri og erfiðari mykju.

Tæknilýsing

Módel60/24PS175/30PS1
Vinnslubreidd6 metrar7,5 metrar
Fjöldi slanga24 stk30 stk
Bil milli slanga25 cm25 cm
Fjöldi söxunar-deila11
þyngd frá700 kg940 kg

Hafa samband 568-1500
Senda með tölvupósti
SKU: JOSKINPENDISLIDEBAS Category: