Joskin Volumetra Haugsugur
VOLUMETRA haugsugurnar frá JOSKIN er ný hönnun af haugsugum úr smiðju Joskin til að uppfylla nútíma krafir og þróun í dreifingu lífræns áburðar. Volumetra haugsugurnar unnu til verðlauna á SIMA síningunni í París árið 2017 sem "Machine of the Year".
VOLUMETRA er heitgalvanseruð með létta sjálfberandi uppbygginu á innbyggðri grind með lágan þyngdarpunkt, hönnuð til að vera mjög lipur jafnvel á mjög stórum dekkjum og vera stöðug með stór áhöld.
Volumetra er tankur sem býður upp á mikið úrval af ýmsum áfyllibúnaði, dreifibómum og herfum
auk annara viðbóta svo sem Isobus stjórntölvu, flæðimæla, efnagreina, svæðisskiptingu og fleira.
VOLUMETRAer fáanleg á tveimur hásingum í stærðunum 12.500 lítra og upp í 20.000 lítra
og á þremur hásingum í stærðunum 20.000 lítra og upp í 28.000 lítra.
Staðalbúnaður:
- Framleidd úr sér-styrktu stáli HLE
- Heit-galvanseruð
- Sæti fyrir barka ofan á brettum
- LED ljós
- Vökva-tandem fjöðrun á hásingum
- fjaðrandi beisli
- 8" steinagildra undir tankinum
- Tankurinn er tilbúinn með festingum fyrir dreifibómu eða lyftubeisli.
Tæknilýsing
Tækniupplýsingar yfir tanka á tveimur hásingum | . | . | . |
---|---|---|---|
Týpa | Rúmmál (L) | Rúmmál með innf. dekkjum (L) | Þvermál (mm) |
12500D | 13.053 | 12.763 | 1.700 |
14500D | 14.654 | 14.340 | 1.800 |
16500D | 16.512 | 16.175 | 1.900 |
18000D | 18.259 | 17.901 | 2.000 |
20000D | 20.154 | 19.775 | 2.100 |
Tækniupplýsingar yfir tanka á þremur hásingum | . | . | . |
20000T | 20.711 | 19.687 | 1.900 |
22500T | 22.822 | 21.763 | 2.000 |
24000T | 24.281 | 23.187 | 2.000 |
26000T | 26.797 | 25.638 | 2.100 |
28000T | 28.331 | 27.131 | 2.100 |