KUBOTA Snúningsvélar – Lyftutengdar
KUBOTA Fjölfætlur byggja á þaulreyndri hönnun Kverneland á snúningsvélum. Þær eru framleiddar í mörgum stærðum og útfærslum.
Drifhús stjarnanna á KUBOTA snúningsvélunum eru aldrei hluti af burðarvirki vélarinnar og eru þar af leiðandi undir mun minna álagi sem tryggir lengri líftíma.
Burðargrind KUBOTA snúningsvélanna er úr ferningslaga prófíl með sem er einungis soðinn saman á einum stað til þess að tryggja hámarks styrk. Grindin er þar með alveg lokuð að ofan og burðarvirkið þolir fyrir vikið meira álag.
KUBOTA fjölfætlurnar eru ávallt búnar flötum örmum. Fyrir vikið er stjarnan nettari og léttbyggðari. Snertiflötur armsins við stjörnuna er hins vegar stærri en á hringlaga örmum svo minni líkur eru á að þeir losni eða brotni frá.
KUBOTA Fjölfætlur er hægt að fá með mismunandi tengimöguleikum: lyftutengdar eða dragtengdar á vagni.
Lyftutengdar vélar eru tengd við þrítengibeisli dráttarvélarinnar og er lyft upp í flutningsstöðu. Ódýr og lipur útgáfa en þarf burð á þrítengibeisli. Lyftutengdar vélar eru til í vinnslubreiddum frá 4,6 metrum upp í 9 metra.
Tæknilýsing
Model | TE4555 | TE6568 | TE6576 | TE8590 | TE10511 |
---|---|---|---|---|---|
Vinnslubreidd | 5,5 m | 6,8 m | 7,6 m | 9,0 m | 11,0 m |
Fjöldi stjarna | 4 | 6 | 6 | 8 | 10 |
Fjöldi arma per stjörnu | 7 | 6 | 7 | 6 | 6 |
Þyngd | 620 kg | 900 kg | 990 kg | 1.260 kg | 1.600 kg |
Vökvasamanbrjótanleg | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður |
Vökvaskekking | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður | Staðalbúnaður |