Schuitemaker Rapide 1000 heyhleðsluvagnar
Rapide 1000 serian – þeir öflugustu frá Schuitemaker
Rapide 1000 serian frá Schuitemaker er stíluð inn á verktaka. Vagnarnir í Rapide 1000 seríuni eru búnir stjörnulaga mötunarvalsi og 2.20 m breiðri sópvindu.
Schuitemaker Rapide heyhleðsluvagnarnir eru búnir dreginni sópvindu sem staðesett er undir vagninum. Þetta gerir vagnana styttir og liprari og það er hærra upp undir þá. Eins er þá auðveldara að nota vagnana í öðrum tilgangi, t.d. sem vagna sem múgsaxi blæs upp á. Dragtengda sópvindan er með 2.20 m vinnslubreidd og fylgir landinu vel eftir. Á henni eru 4 landhjól, þau ytir og fremri með beygjum. Annar kostur dragtengdu sópvindunnar er viðhaldið, t.d. þarf ekki að fjarlægja gjarðir þegar skipt er um tinda. það er gert aftan frá.
Mötunarvalsinn er stjörnulaga og myndar stjörnurnar spíral. Þetta tryggir mun áreynslulausara flæði fóðurs inn í vagninn jafnvel við erfiðustu aðstæður. Fyrir vikið er aflþörfin og þar með hráolíueyðslan minni. Valsinn dregur líka úr álaginu á framvegginn og hefur langan líftíma. Allt ofangreint ásamt einstökum söxunargæðum er einmitt það sem búast má við af gæða vögnum frá Schuitemaker.
Schuitemaker Rapide 100 og 1000 seriurnar eru búnar Schuitemaker DoubleTouch stjórnskjánum. Hann er einstakur að því leiti að hann er bæði búinn 2 stýripinnum ásamt 7" snertiskjá sem til samans einfalda ökumanninum að halda athyglinni á umhverfinu og mötuninni í vagninn. Stjórntölvan er nett og skýr og einfalt að læra inn á hana. Hugbúnaðurinn á DoubleTouch stjórnskjánum býður upp á aðlögun þ.a. hægt er að sérsníða viðmótið að þörfum hvers og eins ökumanns. ÞAr að auki
Tæknilýsing
Módel | 5800 | 6600 | 7200 | 7800 | 8400 |
---|---|---|---|---|---|
Rúmmál (DIN) | 38 m3 | 42 m3 | 42 m3 | 49 m3 | 53 m3 |
Stærð (LxBxH) í cm | 867 x 291 x 400 | 947 x 291 x 400 | 1.047 x 291 x 400 | 1.067 x 291 x 400 | 1.126 x 291 x 400 |
Stærð hleðslurýmis (LxBxH) í cm | 668 x 234 x 240 | 748 x 234 x 240 | 808 x 234 x 220 | 868 x 234 x 240 | 928 x 234 x 240 |
Vinnslubreidd sópvindu | 220 cm | 220 cm | 220 cm | 220 cm | 220 cm |
Skurðarlengd | 4,4 cm | 4,4 cm | 4,4 cm | 4,4 cm | 4,4 cm |
Sporvídd | 200 cm | 200 cm | 200 cm | 200 cm | 200 cm |