KUBOTA LX Línan
KUBOTA LX línan er arftaki ST-línunnar, sem hefur verið ein mest selda smá-dráttarvélalínan frá Kubota frá því að þær komu fram seint á tíunda áratugnum.
Fjölhæfni LX vélanna, lítil fyrirferð og mikið úrval fáanlegs búnaðar og tækja fyrir þær hefur stuðlað að síauknum vinsældum þessara véla.
Hin margrómuðu gæði og áreiðanleiki Kubota eru einnig til staðar í þessari nýju LX dráttarvélalínu. Öryggi, fyrirferðarlitlar vélar og möguleikinn til að tengja óvenju mörg tæki á dráttarvélina gera hana að óviðjafnanlegri vél í sínum flokki.
Kubota LX vélarnar eru þægilegar að vinna á, áreiðanlegar, liprar og auðveldar í notkun. Þetta eru afkastamiklar vélar og henta bæjar- og sveitarfélögum í slátt og ýmsa viðhaldsvinnu bæði sumar og vetur. Þær eru fáanlegar með góðum ámoksturstækjum.
Kubota díselmótorar eru þekktir fyrir afburða frammistöðu og áreiðanleika. Nýju LX vélarnar eru útbúnar 35 eða 40 hestafla mótorum. Þetta eru mótorar sem skila sínu jafnvel við erfiðustu aðstæður.
LX línan er hönnuð frá grunni með ökumannshúsið í huga. Það er bæði rúmgott og vel hljóðeinangrað. Þetta er fjögurra pósta öryggishús, með kúptum rúðum og gefur gott útsýni fyrir ökumanninn. Lögun ökumannshússins og þægileg staðsetning loftræstiopa tryggir ávallt góða loftræstingu.
LX vélarnar eru afar vel útbúnar með stafrænu mælaborði, loftpúðasæti með sætishitara, loftkælingu, útvarpi, USB tengi ofl. Á utanverðu ökumannshúsinu eru ljóskastarar að framan og aftan ásamt gulu snúningsljósi.
Tæknilýsing
Módel | KUBOTA LX 351 | KUBOTA LX 401 |
---|---|---|
Mótor og rúmtak | KUBOTA díselmótor 1.498 cm3 | KUBOTA díselmótor 1.498 cm3 |
Hestöfl | 35,4 | 40,4 |
Hámarks tog (Nm) | 111 | 117,5 |
Fjöldi strokka | 3 | 4 |
Skipting | HST með 3 drifum (H-M-L) | HST með 3 drifum (H-M-L) |
Vökvstýri | Alóháð | Alóháð |
BiSpeed | Já | Já |
Lyftigeta á afturbeisli (kg) | 1.150 | 1.150 |
Forstillanlegur hraðai á mótor | Já | Já |
Stjórntakkar fyrir aflúrtak utan á vél | Já | Já |